Félag Harley Davidson eigenda styrkir Umhyggju - 20. ágú. 2013

HOG (Félag Harley Davidson eiganda á Íslandi) hefur undanfarin ár staðið fyrir góðgerðarakstri á menningarnótt farinn er einn hringur um miðbæinn gegn vægu gjaldi, öll innkoma rennur óskipt til Umhyggju (félags til stuðnings langveikum börnum). Í ár verður þetta með sama hætti og í fyrra nema vegna Latabæjarhlaups byrjum við klukkutíma seinna það er klukkan 15:00 . Ekinn verði sami rúntur og í fyrra þ.e. akstur hefst við alþingishús síðan ekið Kirkjustræti, Suðurgata, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund og endað við Alþingishúsið. Vonumst til að sjá sem flesta fara smá rúnt á mótorhjóli (kannski í fyrsta sinn) og í leiðinni styrkja gott málefni."

Lesa meira