Félag Harley Davidson eigenda styrkir Umhyggju - 20. ágú. 2013

HOG (Félag Harley Davidson eiganda á Íslandi) hefur undanfarin ár staðið fyrir góðgerðarakstri á menningarnótt farinn er einn hringur um miðbæinn gegn vægu gjaldi, öll innkoma rennur óskipt til Umhyggju (félags til stuðnings langveikum börnum). Í ár verður þetta með sama hætti og í fyrra nema vegna Latabæjarhlaups byrjum við klukkutíma seinna það er klukkan 15:00 . Ekinn verði sami rúntur og í fyrra þ.e. akstur hefst við alþingishús síðan ekið Kirkjustræti, Suðurgata, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund og endað við Alþingishúsið. Vonumst til að sjá sem flesta fara smá rúnt á mótorhjóli (kannski í fyrsta sinn) og í leiðinni styrkja gott málefni."

Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 14. júl. 2013

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013 verður haldið 24. ágúst. Eins og áður gefst fólki tækifæri til að safna fyrir málefni sem þeim eru kær og Umhyggja nýtur góðs af því. 
Lesa meira

Gagnleg "öpp"  - 11. apr. 2013

Á síðunni http://ipadinsight.com/ipad-in-education-2/10-great-ipad-apps-for-students-on-the-autism-spectrum/ eru nokkur öpp sem gagnast vel nemendum á einhverfurófi. 

Umhyggjusamir einstaklingar - 21. mar. 2013

Átak sem felst í því að byggja upp öflugan styrktarsjóð á vegum Umhyggju hefst í dag fimmtudaginn 21. mars. Átakið felur í sér að safna Umhyggjusömum einstaklingum – fólki sem greiðir mánaðarlegt framlag í styrktarsjóðinn og stendur þannig á bak við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að gerast Umhyggjusamur einstaklingur með því að skrá sig á vefsíðunni www.umhyggjusamir.is eða með því að hringja í síma 5175858.

 

,,Átak Umhyggjusamra einstaklinga að leggja styrktarsjóði Umhyggju lið hefur aldrei verið mikilvægara og um leið kærkomnara en einmitt nú,“ segir Leifur Bárðarson, barnaskurðlæknir og formaður Umhyggju. Arion banki er bakhjarl átaksins.

 

,,Kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu hefur aldrei í sögunni verið meiri en einmitt nú. Þess vegna er það mikill léttir fyrir langveik börn og fjölskyldu þeirra að vita til þess að til eru Umhyggjusamir einstaklingar sem eru tilbúnir að stuðla að vellíðan og vonandi bata hjá barni sem berst við langvinn veikindi. Við vonumst því til að sjóðurinn verði sem öflugastur fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa sannarlega á aðstoð að halda. Nú þurfa allir að taka saman höndum því saman getum við gert lítil kraftaverk á hverjum degi,“ segir Leifur ennfremur.


Lesa meira

Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?  Málþing Sjónarhóls 21.mars 2013, kl.12:30-16:30 - 6. mar. 2013

Málþing um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Lesa meira

Gagnsemi frjálsra félagasamtaka - 7. feb. 2013

Málþingið Gagnsemi frjálsra félagasamtaka verður haldið 12. feb. kl. 12:15 – 13:45 í HR.  Dagskráin: http://www.almannaheill.is/files/Málþing%20um%20gagnsemi%20frjálsra%20félagsamtaka_1824895645.pdf

Myndbönd félaga í Almannaheillum gerð vegna málþings um gagnsemi frjálsra félagasamtaka haldið í Háskólanum í Reykjavík 12. febrúar 2013

Öll myndböndin á:

http://www.youtube.com/user/Almannaheill

Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna

http://youtu.be/oChTAoyJtI4

Krabbameinsfélagið

http://youtu.be/2Zs5nftFBv0

Hjartavernd:

http://youtu.be/PLombmwnd5o

Umhyggja:

http://youtu.be/DdOe2tfZEeo

 

Lesa meira