Nuddað til góðs - 21. des. 2012

Með hjálp Íslenskra Heilsunuddara náðist að safna á 111.593kr. til styrktar Umhyggju.

Með hjálp Íslenskra Heilsunuddara náðist að safna á 111.593kr. til styrktar Umhyggju.

Sagan á bak við þennan atburð:

2010 gáfu yfir 20 nuddarar vinnu sína og náðum við að safna um 130.000kr. fyrir Umhyggju. Þessi peningur kom sér vel þar sem margir foreldrar langveikra barna hefðu leitað til þeirra um styrk til að geta haldið jólin.
2011 tók Félag íslenskra heilsunuddara og sérstaklega Harpa Stefánsdóttir, nuddari þetta að mestu leiti að sér og náðum við að safna yfir 111.000kr.
Lesa meira

Kærleiksdagur Miðbergs - 7. des. 2012

Verður haldinn þann kærleiksdagar Miðbergs8. desember kl. 13 - 16 í Frístundamiðstöðinni Miðbergi, í Gerðubergi 1.

Kærleiksdagar Miðbergs er frábært tækifæri til þess að eiga notalega stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni. Í ár mun allur ágóði Kærleiksdagsins renna til Umhyggju, styrktarsjóðs langveikra barna.

Í boði verður bingó með fullt af frábærum vinningum, piparkökumálun, myndataka með jólasveininum, bollamálun og kertaföndur. Allt á vægu verði.

Kaffihús Miðbergs verður með heitt kakó, djús, vöfflur með rjóma og múffur á vægu verði. Frítt kaffi.

Andlitsmálun í boði fyrir börnin.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega degi og styrkja um leið gott málefni.