Styrktarhlaup í Laugardalnum á mánudaginn - 13. jan. 2012

HlaupararLæknadagahlaupið 2012 verður haldið mánudaginn 16. janúar og rennur allur ágóði af skráningargjaldi þess í ár til Umhyggju. Hlaupa- og gönguleið hlaupsins er 5 km hringur í Laugardal (Miðnæturhlaupaleiðin). Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki og eru Nike hlaupaskór í verðlaun í báðum flokkum. Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir 15 ára og eldri, en 500 kr. fyrir aðra. Hlaupið er öllum opið og eru þátttakendur beðnir að skrá sig á vefslóðinni www.hlaup.com. Lesa meira

Aðgangur að Fontana fylgir dvöl í sumarhúsinu í Brekkuskógi - 11. jan. 2012

fontanaÞær fjölskyldur sem dvelja í sumarhúsi Umhyggju í Brekkuskógi eiga nú kost á að fá dagpassa í Fontana á Laugarvatni. Dagpassinn gildir fyrir tvo fullorðna og fjögur börn að átján ára aldri. Hægt er að nálgast passann á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 11-13, áður en haldið er í Brekkuskóg.

Lesa meira