Nuddað til góðs - 21. des. 2012

Með hjálp Íslenskra Heilsunuddara náðist að safna á 111.593kr. til styrktar Umhyggju.

Með hjálp Íslenskra Heilsunuddara náðist að safna á 111.593kr. til styrktar Umhyggju.

Sagan á bak við þennan atburð:

2010 gáfu yfir 20 nuddarar vinnu sína og náðum við að safna um 130.000kr. fyrir Umhyggju. Þessi peningur kom sér vel þar sem margir foreldrar langveikra barna hefðu leitað til þeirra um styrk til að geta haldið jólin.
2011 tók Félag íslenskra heilsunuddara og sérstaklega Harpa Stefánsdóttir, nuddari þetta að mestu leiti að sér og náðum við að safna yfir 111.000kr.
Lesa meira

Kærleiksdagur Miðbergs - 7. des. 2012

Verður haldinn þann kærleiksdagar Miðbergs8. desember kl. 13 - 16 í Frístundamiðstöðinni Miðbergi, í Gerðubergi 1.

Kærleiksdagar Miðbergs er frábært tækifæri til þess að eiga notalega stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni. Í ár mun allur ágóði Kærleiksdagsins renna til Umhyggju, styrktarsjóðs langveikra barna.

Í boði verður bingó með fullt af frábærum vinningum, piparkökumálun, myndataka með jólasveininum, bollamálun og kertaföndur. Allt á vægu verði.

Kaffihús Miðbergs verður með heitt kakó, djús, vöfflur með rjóma og múffur á vægu verði. Frítt kaffi.

Andlitsmálun í boði fyrir börnin.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega degi og styrkja um leið gott málefni.

Breytt verklag Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna - 25. jún. 2012

Tryggingastofnun, Umhyggja og Landssamtökin þroskahjálp vilja vekja athygli á breyttu verklagi Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna. Breytt verklag er vegna nýrrar túlkunar Úrskurðanefndar almannatrygginga á ákv.laga um bifreiðastyrki.


Foreldrar hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslna hafa hingað til getað fengið uppbót skv. 3. gr. reglugerðar nr. 170/2009 og styrk, að andvirði 1.200.000 kr. skv. 4. gr. sömu reglugerðar. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að þessir aðilar geti einnig átt rétt á 50-60% styrk skv. 5. gr. rgl. að uppfylltum öðrum skilyrðum. Þessi breyting tekur eingöngu til þeirra barna sem eru verulega hreyfihömluð og uppfylla þau sérstöku skilyrði sem 5. gr. reglugerðarinnar setur til þess að hægt sé að kaupa sérútbúna og dýra bifreiða vegna mikillar fötlunar.


Rétt er að undirstrika að hér er ekki um almennan rétt foreldra hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslu að ræða heldur verða þeir að uppfylla önnur ákvæði sem sett eru fyrir úthlutun styrksins. Tryggingastofnun metur hvort skilyrði eru uppfyllt í hverju tilviki fyrir sig.

Lesa meira

Víðavangshlaup í Öskjuhlíð 2. júní til styrktar Umhyggju - 25. maí 2012

Fyrir ári síðan hlupu fjórmenningar í kringum landið undir nafninu "Meðan fæturnir bera mig" fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ákveðið hveru verið að viðhalda hugmyndafræðinni og hvejta almenning til þátttöku í árlegu hlaupi. Í ár er hlaupið fyrir Umhyggju og hlaupið er tileinkað hetjunni Mirru Wolfram Jörgensdóttur.

"Meðan fæturnir bera mig" vilja endilega fá sem flesta til að taka þátt í 5 kílómetra hlaupi í Öskjuhlíðinni, laugardaginn 2. júní klukkan 12. Mæting er í Nauthólsvík.

Nánari upplýsingar má finna hér:

www.hlaup.com/Tilkynning.aspx?sid=1138

www.facebook.com/MedanFaeturnirBeraMig

Styrktarhlaup í Laugardalnum á mánudaginn - 13. jan. 2012

HlaupararLæknadagahlaupið 2012 verður haldið mánudaginn 16. janúar og rennur allur ágóði af skráningargjaldi þess í ár til Umhyggju. Hlaupa- og gönguleið hlaupsins er 5 km hringur í Laugardal (Miðnæturhlaupaleiðin). Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki og eru Nike hlaupaskór í verðlaun í báðum flokkum. Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir 15 ára og eldri, en 500 kr. fyrir aðra. Hlaupið er öllum opið og eru þátttakendur beðnir að skrá sig á vefslóðinni www.hlaup.com. Lesa meira

Aðgangur að Fontana fylgir dvöl í sumarhúsinu í Brekkuskógi - 11. jan. 2012

fontanaÞær fjölskyldur sem dvelja í sumarhúsi Umhyggju í Brekkuskógi eiga nú kost á að fá dagpassa í Fontana á Laugarvatni. Dagpassinn gildir fyrir tvo fullorðna og fjögur börn að átján ára aldri. Hægt er að nálgast passann á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 11-13, áður en haldið er í Brekkuskóg.

Lesa meira