Fáðu Sighvat til að senda þér eða fyrirtækinu póstkort til styrktar sumarhúsasöfnuninni! - 22. mar. 2011

Mynd af póstkortiAuk þess að hringja í símanúmerin 903-5001/5002/5003 er hægt að styrkja söfnun Sighvats með öðrum - og mun skemmtilegri - hætti. Hægt er að fá Sighvat til að senda sér póstkort frá framandi stað og styðja í leiðinni þetta góða málefni, sem er bygging sumarhúss fyrir langveik börn!

Póstkortin eru afgreidd með þessum hætti:

Lesa meira

Umhverfis jörðina á 80 dögum - 2. mar. 2011

Sighvatur teikningÆvintýramaðurinn Sighvatur Bjarnason mun á næstunni fara umhverfis jörðina á 80 dögum einn síns liðs og safna í leiðinni áheitum fyrir Umhyggju. Leiðin spannar um 40.000 km og hófst nú í febrúar. Áður en Sighvatur hóf ferðalag sitt kom hann á fund Umhyggju og óskaði eftir að fá að safna áheitum vegna ferðarinnar í nafni félagsins. Umhyggja ákvað í kjölfarið að nýta þessa skemmtilegu hugmynd til að láta þann draum verða að veruleika að eignast tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Sighvats á visir.is þar sem hann heldur úti reglulegri vefdagbók.

Til að styðja við Sighvat og byggingu sumarhúsanna hefur söfnunarsímum verið komið upp sem hægt að hringja í og leggja þá málefninu lið með peningaframlagi. Allur ágóði fer beint inn á sumarhúsareikning Umhyggju.

Söfnunarsímanúmerin eru þrjú:

s. 903-5001 til að gefa 1.000 kr.

s. 903-5002 til að gefa 2.000 kr.

s. 903-5005 til að gefa 5.000 kr.

Einnig er hægt að leggja valfrjálsa upphæð inn á bankareikning Umhyggju nr. 0101-26-311225, kt. 6910861199.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Lesa meira

Hjartnæm hönnun hannar boli til styrktar Umhyggju - 2. mar. 2011

Hjartnæm hönnun mynd af börnumFyrirtækið Volcano Design rekur styrktarsjóð er nefnist Hjartnæm hönnun. Í fyrra hannaði fyrirtækið undir merkjum sjóðsins barnaboli í tveimur litum með myndum af ólíkum dýrum; ref, geirfugli og uglu, og rann allur ágóði af sölu bolanna, alls 300.000 kr, til Umhyggju. Þakkar Umhyggja Hjartnæmri hönnun sem og þeim fyrirtækjum sem lögðu verkefninu lið, Brosi, Prentmeti, Odda og Brosbörnum, kærlega fyrir skemmtilegt og nytsamlegt framtak.

Lesa meira