Páll Óskar tekur þátt í þolfimiveislu til styrktar Umhyggju - 7. feb. 2011

Páll ÓskarFöstudaginn 11. febrúar kl. 18 fer fram góðgerðarþolfimiveisla í Sporthúsinu í Kópavogi, en ágóðinn af framtakinu rennur alfarið til Umhyggju. Plötusnúður verður enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, auk þess sem landslið þolfimikennara leiðir þolfimiveisluna.

Góðgerðarþolfimiveislan er hluti af  Fusion Fitness Festival sem fram fer 11. - 12. febrúar í Sporthúsinu. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.fusion.is.

Lesa meira

850.000 söfnuðust í Skvassi til góðs - 7. feb. 2011

GóðgerðarkvassSkvassarar og ýmis fyrirtæki tóku höndum saman um að styrkja Umhyggju með áheitaskvassi sem fram fór í Skvassfélagi Reykjavík á dögunum, var leikið í 24 klukkustundir samfleytt. Alls söfnuðust 850.000 kr. með áheitunum, og kann Umhyggja aðstandendum bestu þakkir fyrir skemmtilegt og nytsamlegt framtak!

Lesa meira

Grínistarnir Fóstbræður gefa hátt á þriðju milljón til Umhyggju - 7. feb. 2011

Fostbraedur i IdnoFóstbræðurnir Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson, Gunnar Jónsson og Helga Braga Jónsdóttir boðuðu Rögnu Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, á sinn fund í Iðnó á dögunum, þar sem þeir afhentu henni ávísun að upphæð 2.778.115 kr. sem renna átti í sjóði Umhyggju.

Umhyggja þakkar þessu skemmtilega fólki hjartanlega fyrir veglegan styrk til félagsins.

Lesa meira