Sérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum - reiðhjólin í happdrættisvinning - 24. okt. 2011

Algjor_sveppi_tofraskapurSérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum til styrktar Umhyggju verður haldin sunnudaginn 30. október kl. 12 í Kringlubíói en þá mun Sveppi mæta á sýninguna og bíómiðinn gildir sem happdrætti. Reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á á ógnarhraða í myndinni verða í vinning.

Lesa meira

Myndbönd frá ferðalagi Sighvats á www.visir.is - 1. apr. 2011

visir logoSighvatur hefur haldið úti reglulegri vefdagbók á ferðalagi sínu umhverfis heiminn og komið í loftið myndbandi á nokkurra daga fresti. Öll myndböndin má skoða á forsíðu Vísis með því að smella á tengilinn Umhverfis jörðina á 80 dögum á www.visir.is og á Facebook-síðu verkefnisins og Umhyggju (www.facebook.is/umhyggja). Fylgist með ævintýralegri för Sighvats til styrktar Umhyggju!

Lesa meira

Fáðu Sighvat til að senda þér eða fyrirtækinu póstkort til styrktar sumarhúsasöfnuninni! - 22. mar. 2011

Mynd af póstkortiAuk þess að hringja í símanúmerin 903-5001/5002/5003 er hægt að styrkja söfnun Sighvats með öðrum - og mun skemmtilegri - hætti. Hægt er að fá Sighvat til að senda sér póstkort frá framandi stað og styðja í leiðinni þetta góða málefni, sem er bygging sumarhúss fyrir langveik börn!

Póstkortin eru afgreidd með þessum hætti:

Lesa meira

Umhverfis jörðina á 80 dögum - 2. mar. 2011

Sighvatur teikningÆvintýramaðurinn Sighvatur Bjarnason mun á næstunni fara umhverfis jörðina á 80 dögum einn síns liðs og safna í leiðinni áheitum fyrir Umhyggju. Leiðin spannar um 40.000 km og hófst nú í febrúar. Áður en Sighvatur hóf ferðalag sitt kom hann á fund Umhyggju og óskaði eftir að fá að safna áheitum vegna ferðarinnar í nafni félagsins. Umhyggja ákvað í kjölfarið að nýta þessa skemmtilegu hugmynd til að láta þann draum verða að veruleika að eignast tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Sighvats á visir.is þar sem hann heldur úti reglulegri vefdagbók.

Til að styðja við Sighvat og byggingu sumarhúsanna hefur söfnunarsímum verið komið upp sem hægt að hringja í og leggja þá málefninu lið með peningaframlagi. Allur ágóði fer beint inn á sumarhúsareikning Umhyggju.

Söfnunarsímanúmerin eru þrjú:

s. 903-5001 til að gefa 1.000 kr.

s. 903-5002 til að gefa 2.000 kr.

s. 903-5005 til að gefa 5.000 kr.

Einnig er hægt að leggja valfrjálsa upphæð inn á bankareikning Umhyggju nr. 0101-26-311225, kt. 6910861199.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Lesa meira

Hjartnæm hönnun hannar boli til styrktar Umhyggju - 2. mar. 2011

Hjartnæm hönnun mynd af börnumFyrirtækið Volcano Design rekur styrktarsjóð er nefnist Hjartnæm hönnun. Í fyrra hannaði fyrirtækið undir merkjum sjóðsins barnaboli í tveimur litum með myndum af ólíkum dýrum; ref, geirfugli og uglu, og rann allur ágóði af sölu bolanna, alls 300.000 kr, til Umhyggju. Þakkar Umhyggja Hjartnæmri hönnun sem og þeim fyrirtækjum sem lögðu verkefninu lið, Brosi, Prentmeti, Odda og Brosbörnum, kærlega fyrir skemmtilegt og nytsamlegt framtak.

Lesa meira

Páll Óskar tekur þátt í þolfimiveislu til styrktar Umhyggju - 7. feb. 2011

Páll ÓskarFöstudaginn 11. febrúar kl. 18 fer fram góðgerðarþolfimiveisla í Sporthúsinu í Kópavogi, en ágóðinn af framtakinu rennur alfarið til Umhyggju. Plötusnúður verður enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, auk þess sem landslið þolfimikennara leiðir þolfimiveisluna.

Góðgerðarþolfimiveislan er hluti af  Fusion Fitness Festival sem fram fer 11. - 12. febrúar í Sporthúsinu. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.fusion.is.

Lesa meira

850.000 söfnuðust í Skvassi til góðs - 7. feb. 2011

GóðgerðarkvassSkvassarar og ýmis fyrirtæki tóku höndum saman um að styrkja Umhyggju með áheitaskvassi sem fram fór í Skvassfélagi Reykjavík á dögunum, var leikið í 24 klukkustundir samfleytt. Alls söfnuðust 850.000 kr. með áheitunum, og kann Umhyggja aðstandendum bestu þakkir fyrir skemmtilegt og nytsamlegt framtak!

Lesa meira

Grínistarnir Fóstbræður gefa hátt á þriðju milljón til Umhyggju - 7. feb. 2011

Fostbraedur i IdnoFóstbræðurnir Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson, Gunnar Jónsson og Helga Braga Jónsdóttir boðuðu Rögnu Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, á sinn fund í Iðnó á dögunum, þar sem þeir afhentu henni ávísun að upphæð 2.778.115 kr. sem renna átti í sjóði Umhyggju.

Umhyggja þakkar þessu skemmtilega fólki hjartanlega fyrir veglegan styrk til félagsins.

Lesa meira