Umhyggja og aðildarfélög hennar styrkt í Reykjavíkurmaraþoninu - 20. ágú. 2010

Mynd úr ReykjavíkurmaraþoninuMargir einstaklingar leggja Umhyggju lið í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, en tugir einstaklinga hafa valið að láta áheit sín renna til Umhyggju eða aðildarfélaga hennar í ár og eru þeim að sjálfsögðu færðar kærar þakkir fyrir. Hægt að hefur verið að heita á Umhyggju um langt skeið í Reykjavíkurmaraþoninu og hefur fé sem safnast hefur með þeim hætti til félagsins nýst því afar vel.

Hægt er að skrá sig til leiks eða heita á hlaupara á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 21. ágúst.

Smelltu hér til að heita á hlaupara sem hlaupa fyrir Umhyggju.