Þrjátíu Útilegukort til úthlutunar - 28. maí 2010

Utilegukort2010Útilegukortið mun í ár styrkja Umhyggju með gjöf á þrjátíu Útilegukortum, sem ráðstafað verður til fjölskyldna langveikra barna. Með Útilegukortinu geta tveir fullorðnir og fjögur börn undir sextán ára aldri gist endurgjaldslaust á 39 tjaldsvæðum vítt og breitt um landið á árinu 2010, eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Forsvarsmenn Útilegukortisins vonast til þess að þessi kort verði mikið notuð og þakkar Umhyggja kærlega fyrir stuðninginn.

Lesa meira

Frábært framlag til handa Umhyggju frá Iceland Express - 10. maí 2010

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur á milli Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, og Iceland Express til þriggja ára. Samkomulagið felur í sér að Iceland Express mun afhenda Umhyggju 13 ferðir fram og til baka á ári til áfangastaða félagsins. Í þessum ferðum verður styrkþega heimilt að ferðast með yfirvigt allt að 20 kg. Markmið með þessum samningi milli félaganna tveggja er að aðstoða langveik börn og fjölskyldur þeirra við að ferðast til útlanda. Langveika barnið fær farmiða fyrir sjálft sig en einnig er möguleiki á að fá annan miða fyrir aðstoðarmann ef þörf er á. Aðrir fjölskyldumeðlimir greiða sjálfir fyrir sitt flugfar. Lesa meira

Orlofshús allt árið - 9. maí 2010

Þroskahjálp á Suðurlandi býður félagsmönnum í Þroskahjálp, Umhyggju, Öryrkjabandalagi og hliðstæðum samtökum upp á orlofshús á Selfossi.

Gott aðgengi og sjúkrarúm. Fjögur herbergi.

Leigt í viku í senn (frá fös. kl. 16 - fös. kl. 13).

20 þúsund kr. á viku.

Lesa meira