Upplýsingar um ný námskeið á nýrri heimasíðu Tölvumiðstöðvar fatlaðra - 31. mar. 2009

Námskeið og fræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Reglulega eru haldin námskeið um tæknileg úrræði og notkun ýmissa forrita sem nýtast einstaklingum með sérþarfir. Námskeiðin eru ætluð fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Sum námskeiðin henta notendunum sjálfum. Hægt er að óska eftir námskeiðum sniðnum að þörfum einstakra hópa og einnig er hægt að panta námskeið út á land.
Lesa meira

Stofnfundur samtaka um sjálfstætt líf - 25. mar. 2009

Fimmtudaginn 26. mars, kl. 16.30-19:00 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel um hugmyndafræði um sjálfstætt líf (independendent living). Á þessum fundi verður jafnframt stofnað félag um þessa hugmyndafræði. Lesa meira