MP Banki styrkir Umhyggju - 23. jan. 2009

Starfsmenn og stjórn MP Banka ákváðu nú fyrir jólin að styrkja Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, með veglegri peningagjöf. Styrkurinn er jólagjöf til félagsins frá MP Banka og viðskiptavinum, þar sem starfsmenn ákváðu sameiginlega að bankinn léti gott af sér leiða í stað þess að gefa viðskiptavinum jólagjöf. Lesa meira

Bláa Lónið styrkir Umhyggju - 14. jan. 2009

Bláa Lónið hefur veitt Umhyggju, félagi langveikra barna og fjölskyldna þeirra, styrk. Styrkurinn felst í 10 fjölskyldukortum, hvert kort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið fyrir tvo fullorðna og fjögur börn 16 ára og yngri. Heildarverðmæti styrksins er 360.000 krónur. Lesa meira