Umhyggja á Menningarnótt - 20. ágú. 2007

Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á laugardaginn. Það voru því fjölmargir sem hlupu til góðs í einstöku veðri og lögðu sitt af mörkum til styrktar góðgerðarmálum. Margir völdu að styrkja Umhyggju eða tiltekin aðildarfélög og kunnum við þessu fólki, stuðningsmönnum þeirra og Glitni banka hf. bestu þakkir fyrir veittan stuðning í verki.

En það voru fleiri uppákomur á menningarnótt sem tengdust Umhyggju beint.

Lesa meira

Hlaupa í þágu Umhyggju í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis - 15. ágú. 2007

Á laugardaginn 18. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Glitnis. Þeir sem taka þátt geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga. Glitnir ætlar að greiða 3.000 kr. fyrir hvern kílómetra sem starfsmenn bankans hlaupa og 500 kr. fyrir hvern kílómetra sem viðskiptavinir bankans hlaupa. Þá er einnig hægt að heita á hlauparann og leggja góðu málefni lið. Umhyggja hvetur ykkur eindregið til að heita á hlaupara sem hlaupa í þágu okkar félags á marathon.is.

Lesa meira

Umhyggja fær góða gjöf frá starfsmannafélagi Miklagarðs (áður KRON) - 14. ágú. 2007

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) og Umhyggja – félag til stuðings langveikum börnum fengu myndarlegan stuðning í dag þegar fulltrúar starfsmannafélags Miklagarðs afhentu félögunum ávísanir að upphæð kr. 2.620.143 hvoru félagi. Féð kemur til úr uppgjöri starfsmannafélags Miklagarðs (áður starfsmannafélag KRON) en þegar félagið var lagt niður átti það sumarbústað við Bifröst í Borgarfirði sem var seldur og ákváðu starfsmennirnir að leggja féð til góðra mála og urðu SKB og Umhyggja fyrir valinu.

Lesa meira