Spánarsól.is styrkir Umhyggju - 18. apr. 2007

Spánarsól.is og Umhyggja, félag langveikra barna og foreldra þeirra hafa undirritað samning sem felur í sér að félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga þess gefst kostur á að leigja hús Spánarsólar.is allt að 8 mánuði á ári á sérkjörum. Spánarsól.is býður upp á tvö falleg hús til leigu í Dona Pepa á Spáni rétt hjá Torreveja. Markmiðið með þessum samningi er að gera foreldrum og börnum þeirra auðveldara fyrir að fara í frí með því að geta átt kost á ódýrri gistingu í lúxushúsnæði.

Lesa meira