Aðalfundur Umhyggju - 26. feb. 2007

Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4. hæð.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum og kaffiveitingum verður Andrés Ragnarsson sálfræðingur Umhyggju með fyrirlestur. Hann ber yfirskriftina, Fjölskyldan - enginn má gleymast.
Andrés þarf vart að kynna eftir áralanga reynslu sína með foreldrum og systkinum langveikra og fatlaðra barna. Hvetjum alla félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaganna til að mæta og hlýða á umræðu um það sem er okkur kærast, fjölskylduna okkar.

Lesa meira