Eimskip styrkir Neistann og Umhyggju - 31. jan. 2007

Í dag undirrituðu Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður Neistans, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdarstjóri Umhyggju, samning við Eimskip. Samningurinn felur í sér, að fyrir hvert mark sem Eiður Smári Guðjohnsen skorar í spænsku deildinni mun Neistinn fá 500.000 kr. styrk og fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu fær Umhyggja 1.000.000 kr. í styrk.

Lesa meira