NordicaSpa gefur Umhyggju 40 gjafakort í heilsulind og nudd - 30. des. 2006

NordicaSpa hefur gefið félögum í Umhyggju, samtökum sem vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, 40 gjafakort í heilsulindina á Nordica Spa þar sem handhafi fær nuddmeðferð að eigin vali.

Lesa meira

Góði hirðirinn styrkir Umhyggju - 4. des. 2006

Föstudaginn 1. desember veitti Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, styrk til átta aðila og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri. Að þessu sinni var heildarupphæðin 10 milljónir króna og skiptist hún á eftirtalda aðila: Hjálparstarf kirkjunnar vegna Framtíðarsjóðs, Rauði kross Íslands vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi, Umhyggja vegna langveikra barna og foreldra þeirra, Bandalag kvenna vegna Starfsmenntasjóðs, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Styrkveitingin fór fram í verslun Góða hirðisins að Fellsmúla 28 að viðstöddum aðstandendum félaganna og starfsmönnum SORPU og Góða hirðisins.

Lesa meira