NordicaSpa gefur Umhyggju 40 gjafakort í heilsulind og nudd - 30. des. 2006

NordicaSpa hefur gefið félögum í Umhyggju, samtökum sem vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, 40 gjafakort í heilsulindina á Nordica Spa þar sem handhafi fær nuddmeðferð að eigin vali.

Lesa meira

Góði hirðirinn styrkir Umhyggju - 4. des. 2006

Föstudaginn 1. desember veitti Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, styrk til átta aðila og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri. Að þessu sinni var heildarupphæðin 10 milljónir króna og skiptist hún á eftirtalda aðila: Hjálparstarf kirkjunnar vegna Framtíðarsjóðs, Rauði kross Íslands vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi, Umhyggja vegna langveikra barna og foreldra þeirra, Bandalag kvenna vegna Starfsmenntasjóðs, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Styrkveitingin fór fram í verslun Góða hirðisins að Fellsmúla 28 að viðstöddum aðstandendum félaganna og starfsmönnum SORPU og Góða hirðisins.

Lesa meira

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands styrkir Umhyggju - 24. nóv. 2006

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni færði kvennadeildin Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, þrjár og hálfa milljón króna þann 23. nóvember sl.

Lesa meira

Jólakort Umhyggju - 17. nóv. 2006

Sala er hafin á jólakortum til styrktar Umhyggju. Kortin verða aðeins seld í símasölu. Listaverkið á kortinu er að þessu sinni eftir Guðbjörgu Theodórsdóttur.

Lesa meira

Aukinn stuðningur við foreldra og fjölskyldur sjúkra barna - 9. nóv. 2006

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti þann 3. nóvember, fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju breytingar á reglugerð um ferðastyrki vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar í útlöndum. Í reglugerðarbreytingunni felst að ætíð verður greitt fyrir tvo fylgdarmenn, og ekki einn eins og verið hefur í mörgum tilvikum, þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð. Við sama tækifæri undirritaði ráðherra hina nýju reglugerð.

Lesa meira

Þitt tækifæri - allra hagur - 26. okt. 2006

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility) er inntak ráðstefnunnar Þitt tækifæri – allra hagur sem Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl á Nordica hótel þann 15. nóvember 2006 kl. 13.00-17.00. Margir þekktir innlendir og erlendir fyrirlesarar í fremstu röð á sínu sviði flytja erindi á ráðstefnunni, sem er sú fyrsta hér á landi sem fjallar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Lesa meira

Umhyggju afhentar rúmar 2,2 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþon - 24. ágú. 2006

Glitnir var samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons 19. ágúst sl. Hlaupið var haldið í 23. sinn og var haldið með breyttu sniði þetta skiptið. Glitnir hét á starfsmenn sína sem tóku þátt í hlaupinu með því að leggja fé til góðgerðamála. Starfsmenn sem skráðu sig í hlaupið völdu sér góðgerðarfélag sem þeir hétu á. Glitnir greiddi svo 3.000 kr. á hvern hlaupinn kílómetra sem starfsmenn hlupu og rann féð til viðkomandi góðgerðafélags.

Lesa meira

Hjóla hringinn til styrktar langveikum börnum - 4. jún. 2006

Fjórir hjólreiðamenn lögðu í nótt upp frá Reykjanesbæ í hringferð um Ísland á reiðhjólum. Fjórmenningarnir ætla 1550 kílómetra leið á 10 dögum með það markmið að safna fé fyrir langveik börn á Íslandi. Fjármunirnir sem safnast verða afhentir Umhyggju þegar hjólreiðakapparnir koma til baka til Reykjanesbæjar.

Lesa meira