Geisladiskar til styrktar Umhyggju - 21. nóv. 2005

Gælur, fælur og þvælur er nýr geisladiskur ætlaður börnum, gefin út af Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Hér er það Ragnheiður Gröndal sem syngur og raddar ný lög eftir Jóhann Helgason við kvæði eftir Þórarinn Eldjárn. Upptökustjóri var Guðmundur Pétursson og sá hann jafnframt um gítar, bassa -og hljómborðsleik. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir Baldursson á trommur, strengjaleikararnir Gerður Gunnarsdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson og Haukur Gröndal á saxófóna og klarinett. Guðmundur, Jóhann og Ragnheiður önnuðust útsetningar, en Hrafnkell Orri strengjaútsetningar. Guðmundur Pétursson sá um hljóðritun og hljóðblöndun í Hljóðrita, Hafnarfirði og Studio Puntin í Berlín í febrúar–apríl. Inga Dóra Jóhannsdóttir hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn. Diskurinn verður eingöngu seldur á vegum Umhyggju til styrktar félaginu, en mun ekki verða fáanlegur í verslunum.

Lesa meira