Kata – litla lirfan ljóta textuð fyrir heyrnarskerta - 13. maí 2005

Teiknimyndinni Kötu – litlu lirfunni ljótu hefur verið dreift inn á flest heimili á landinu undir slagorðinu „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Viðbrögð almennings lofa góðu og hefur verið ráðist í að texta sérútgáfu vegna vinsamlegra ábendinga til þess að heyrnarskertir geti notið ævintýrisins um Kötu litlu.

Lesa meira

Sumar gjafir skipta öll börn máli - 11. maí 2005

Allsérstakur sumarglaðningur mun berast inn á hvert heimili á Íslandi fyrstu viku sumars. Um er að ræða DVD disk með teiknimyndinni Kötu – litlu lirfunni ljótu á alls sjö tungumálum. Skýringin á þessum sumarglaðningi er sú að Umhyggja – félag til styrktar langveikum börnum og UNICEF Ísland hafa tekið höndum saman, í samvinnu við CAOZ hf., um átak til styrktar starfsemi samtakanna og til góðs fyrir börn, bæði á Íslandi og um heim allan. Slagorð styrktarátaksins er: „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Með disknum fylgir gíróseðill að upphæð 2.000 krónur þar sem viðtakanda gefst tækifæri til að styrkja gott málefni. Dreifing diskanna mun standa yfir dagana 22. apríl til 5. maí nk.

Lesa meira