Geisladiskar til styrktar Umhyggju - 21. nóv. 2005

Gælur, fælur og þvælur er nýr geisladiskur ætlaður börnum, gefin út af Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Hér er það Ragnheiður Gröndal sem syngur og raddar ný lög eftir Jóhann Helgason við kvæði eftir Þórarinn Eldjárn. Upptökustjóri var Guðmundur Pétursson og sá hann jafnframt um gítar, bassa -og hljómborðsleik. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir Baldursson á trommur, strengjaleikararnir Gerður Gunnarsdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson og Haukur Gröndal á saxófóna og klarinett. Guðmundur, Jóhann og Ragnheiður önnuðust útsetningar, en Hrafnkell Orri strengjaútsetningar. Guðmundur Pétursson sá um hljóðritun og hljóðblöndun í Hljóðrita, Hafnarfirði og Studio Puntin í Berlín í febrúar–apríl. Inga Dóra Jóhannsdóttir hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn. Diskurinn verður eingöngu seldur á vegum Umhyggju til styrktar félaginu, en mun ekki verða fáanlegur í verslunum.

Lesa meira

Allianz styrkir langveik börn um 500 þúsund kr. - 14. sep. 2005

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Allianz á Íslandi ákvað Allianz að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Til að afhenda styrkinn kom Josef Kuligovszky, einn framkvæmdastjóra Allianz til landsins.

Lesa meira

Erindi um mikilvægi andlegs stuðnings fyrir líkamlegan bata barna - 30. ágú. 2005

Rektor Háskóla Íslands, Sendiráð Frakklands á Íslandi og læknadeild Háskóla Íslands bjóða til opins fyrirlestrar prófessors Catherine Graindorge sem ber yfirskriftina: „Að skilja veik börn - frá andlegu áfalli til endurhæfingar” í Öskju, sal 132, Háskóla Íslands,  fimmtudaginn 1. september 2005, kl. 12:00.

Lesa meira

Haltur leiðir blindan - af stað! - 20. jún. 2005

Mánudaginn 20. júní kl. 9.00 leggja Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson upp í Íslandsgöngu fyrir Sjónarhól – ráðgjafarmiðsöð ses. Gangan hefst hjá Sjónarhóli, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Vonast er til að margir sjái sér fært að mæta til að hvetja þá félaga til dáða, taka þátt í stuttri dagskrá og kannski fylgja þeim félögum spottakorn á leið. Hægt verður að fylgjast með hvernig Guðbrandi og Bjarka miðar á göngunni á heimasíðunni www.gangan.is.

Lesa meira

Trúnaðarmaður fatlaðra á Reykjanesi og í Reykjavík hjá Sjónarhóli - 16. jún. 2005

Sameiginlegur trúnaðarmaður fatlaðra á Reykjarnesi og í Reykjarvík, Kristín Júlía Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi, kom til starfa 1. maí síðastliðinn og hefur hún fengið aðsetur í Sjónarhóli. Hægt er að ná í hana í síma 588-1133 og á netfanginu: trunadarmadur@simnet.is

Lesa meira

Kata – litla lirfan ljóta textuð fyrir heyrnarskerta - 13. maí 2005

Teiknimyndinni Kötu – litlu lirfunni ljótu hefur verið dreift inn á flest heimili á landinu undir slagorðinu „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Viðbrögð almennings lofa góðu og hefur verið ráðist í að texta sérútgáfu vegna vinsamlegra ábendinga til þess að heyrnarskertir geti notið ævintýrisins um Kötu litlu.

Lesa meira

Sumar gjafir skipta öll börn máli - 11. maí 2005

Allsérstakur sumarglaðningur mun berast inn á hvert heimili á Íslandi fyrstu viku sumars. Um er að ræða DVD disk með teiknimyndinni Kötu – litlu lirfunni ljótu á alls sjö tungumálum. Skýringin á þessum sumarglaðningi er sú að Umhyggja – félag til styrktar langveikum börnum og UNICEF Ísland hafa tekið höndum saman, í samvinnu við CAOZ hf., um átak til styrktar starfsemi samtakanna og til góðs fyrir börn, bæði á Íslandi og um heim allan. Slagorð styrktarátaksins er: „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Með disknum fylgir gíróseðill að upphæð 2.000 krónur þar sem viðtakanda gefst tækifæri til að styrkja gott málefni. Dreifing diskanna mun standa yfir dagana 22. apríl til 5. maí nk.

Lesa meira

Foreldrar fatlaðra ungbarna: Fjölskyldusögur - 4. apr. 2005

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 16.00 heldur Dr. Dan Goodley opinberan fyrirlestur
á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Lesa meira