Sjónarhóll - Opið hús - 8. nóv. 2004

Nú, rúmu ári eftir landssöfnunina „Fyrir sérstök börn til betra lífs“ er langþráðu markmiði náð og Sjónarhóll- ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir er tekinn til starfa. Enn fremur eru aðildarfélögin fjögur öll flutt undir sama þak að Háaleitisbraut 13. Það er því tilefni til að þakka almenningi dyggan stuðning með því að opna húsið. Við það tækifæri gefst gestum kostur á að kynna sér húsakynnin og það starf sem þar er unnið.   

Lesa meira

Samningur um rannsóknaraðstöðu hjá Sjónarhóli - 8. nóv. 2004

Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð, Verslunarráð Íslands og félagsvísindadeild Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um rannsóknaraðstöðu í húsnæði Sjónarhóls á Háaleitisbraut 13.

Lesa meira