Viltu gerast Umhyggjusamur einstaklingur?

Vilt þú styðja mánaðarlega við fjölskyldur langveikra barna á Íslandi?

Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju - félags langveikra barna er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir  fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna þeirra. Foreldri eða forráðamaður sem hefur langveikt barn á framfæri sínu getur sótt um styrk úr styrktarsjóðnum. Í dag eru tæplega 5000 styrktaraðilar, svokallaðir Umhyggjusamir einstaklingar, sem styrkja sjóðinn með mánaðarlegu framlagi með upphæð að eigin vali.

Þú getur skráð þig með því að fylla inn nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og mánaðarlega upphæð og við munum hafa samband við þig í kjölfarið.