Sigurfljóð hjálpar langveikum börnum

11. okt. 2017

Þann 10. október síðastliðinn færðu Sigrún Eldjárn, starfsfólk Forlagsins og Forlagið ehf. Umhyggju styrk að upphæð 150.000 krónur. Er styrkurinn í nafni hinnar hjálpsömu Sigurfljóðar, sögupersónu Sigrúnar úr samnefndum bókum. Um leið var BUGL fært málverk af Sigurfljóð að gjöf, en myndina málaði Sigrún Eldjárn á Bókamessu í Hörpu síðastliðið haust til styrktar Umhyggju.

Við þökkum Sigrúnu og Forlagsfólki kærlega fyrir frábært framtak !

Afhending styrks í nafni Sigurfljóðar