Fréttir
Góðgerðarleikur til styrktar Umhyggju og Firði, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði
Leikurinn fór fram 18. júní á Leiknisvelli og var liður í VISA-bikarkeppninni í fótbolta. Þar áttust við IFC Carl, sem samanstendur af gömlum kempum úr boltanum, og Íslandsmeistarar FH.
Lesa meiraN1 styrkir Umhyggju vegna mistaka við innheimtu bensínskatta
Í tilkynningu frá N1 segir: "Fyrir 10 dögum var lögum um vörugjald breytt á Alþingi. Fjármálaráðuneytið upplýsti söluaðila um þessi áform eftir lokun skrifstofu þann 28. maí. Að venju var brugðist skjótt við og um leið og lögin höfðu öðlast gildi var verði breytt til samræmis við nýja reglugerð. Nokkrum dögum síðar taldi Tollstjóraembættið að ekki ætti að leggja hærra vörugjald á þær birgðir sem fyrir væru í landinu. Fjármálaráðuneytið gat ekki staðfest þennan skilning fyrr en klukkan 14:00 í gær, 9. júní, og þá var ljóst að allir eldsneytissalar landsins höfðu í nokkra daga innheimt hærri bensínskatt en lög gerðu ráð fyrir. Við lækkuðum verð okkar um leið og þessi niðurstaða lá fyrir.
N1 hefur því innheimt um það bil 9 milljónir króna í bensínskatt sem fjármálaráðuneytið mun ekki taka við af fyrrgreindum orsökum. Þessa fjármuni höfum við ákveðið að gefa til góðra málefna. Í dag munum við styrkja Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands, Umhyggju og Hagsmunasamtök heimilinna.
Lesa meira