Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn  - 19. jún. 2017

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Lesa meira

Rær í kringum Írland og styrkir Umhyggju - 9. jún. 2017

Þann 5. júní síðastliðinn lagði Guðni Páll Viktorsson, kajakræðari, úr höfn í Kinsale á Írlandi, en hann stefnir að því að verða fyrstur Íslendinga  til að róa á kajak umhverfis Írland. Það gleður okkur sannarlega að með róðrinum ætlar hann að styrkja Umhyggju, en fólki gefst kostur á að heita á hann og rennur allur ágóðinn til félagsins.  Lesa meira

Ferðamenn styrkja Umhyggju gegnum Premier Tax Free - 16. maí 2017

Undanfarin sex ár hefur Premier Tax Free á Íslandi boðið ferðamönnum að gefa tax free endurgreiðslu sína til góðgerðarmála. Allur ágóðinn, sem eru 10 milljónir, hefur runnið til Umhyggju. 


Lesa meira

Ný stjórn Umhyggju - 26. apr. 2017

Þann 29. mars síðastliðinn var aðalfundur Umhyggju haldinn og ný stjórn kosin. Í stjórninni sitja sjö manns sem samanstanda af fagfólki, foreldrum og áhugafólki um málefni langveikra barna.

Lesa meira