Að gefnu tilefni - 9. maí 2018

Að gefnu tilefni vill Umhyggja koma á framfæri að félagið stendur ekki fyrir símasöfnun fyrir langveik börn þessa dagana. Við höfum fengið fyrirspurnir vegna slíkra símtala og viljum því ítreka að það er ekki Styrktarsjóður langveikra barna á vegum Umhyggju sem um ræðir.

Aðalfundur Umhyggju verður 15. maí kl.20 - 18. apr. 2018

Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 15.  maí næstkomandi, kl.20.00, í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund, (8. maí í síðasta lagi) á skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is  og til formanns stjórnar ingolfur@greining.is .
Lesa meira

Áríðandi skilaboð: Aðalfundi aflýst - 16. apr. 2018

Ákveðið hefur verið að aflýsa aðalfundi Umhyggju, sem halda átti þriðjudaginn 17. apríl, þar sem ekki var farið að ítrustu kröfum í lögum félagsins við boðun fundarins. Ný dagsetning verður auglýst á næstu dögum. Lesa meira

Aðalfundur Umhyggju 17. apríl kl. 20 - 16. apr. 2018

Við minnum á aðalfund Umhyggju sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 17. apríl kl.20 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13.

Lesa meira